um okkur



Menam Dim Sum!


Tilgangur og markmið Menam Dim Sum er að bjóða uppá framúrskarandi góða dömplinga úr fersku gæðahráefni, framreidda á faglegan en um leið skemmtilegan hátt. Við berum virðingu fyrir hefðum en setjum um leið okkar mark á réttina. Dömplingarnir okkar eru sem fyrr heimagerðir í smiðju Drekans, sem við svo toppum með okkar eigin aðferðum og meðlæti. Dömplingarnir okkar eru því einstakir þar sem sérstaðan felst í „toppings“ og svolítið af heimagerðum, bragðgóðum sósum sem gefur þeim þetta litla extra og um leið einstaka bragðupplifun.  


Menam Dim Sum er stemningsstaður með street-food ívafi og stendur fyrir einkennisorðunum framúrskarandi dömplingar, framandi brögð og almenn skemmtilegheit!


Menam opnaði sem thailenskur veitingastaður á Selfossi árið 1997 en á þeim tíma voru töfrar thailenskrar matargerðar ekki svo kunnugir Selfyssingum. Þegar Menam opnaði á ný eftir tæplega þriggja ára hlé, í smækkaðri mynd í Mjólkurbúinu Mathöll, tóku margir gleði sína á ný. Samhliða thailenska hluta Menam opnaði „Menam fjölskyldan“ fyrsta dumplingsstaðinn utan Höfuðborgarsvæðisins með útibúi frá Dragon Dim Sum, sem hafði svo sannarlega slegið í gegn. Í upphafi árs 2023 var ákveðið að fara fram undir eigin nafni, MenamDim Sum, í áframhaldandi góðu samstarfi við Dragon Dim Sum.


Menam var á sínum tíma brautryðjandi í að koma með nýja strauma í asíski matargerð á Suðurland, sem á þeim tíma þótti mjög framandi. Að sama skapi er Dim Sum fyrsti dömplingsstaðurinn á svæðinu og Menam því enn á ný brautryðjandi í að kynna nýjungar í mat og matarmenningu fyrir Sunnlendingum.


Dim Sum er samheiti yfir asísk skírstkotna smárétti líkt og tapas er fyrir Spánverja. Rómuðu dömplingarnir okkar eru framleiddir í undirbúningseldhúsi Dragon eftir frábærum uppskriftum sem hafa þróast með tímanum af Dragon teyminu. Hugmyndafræðin er einföld; að nýta það hráefni sem er næst til að gera dömplings undir kínverskum áhrifum. Einfalt, spicy og gott.


Upprunalega kínverska merking dim sum er að „snerta hjartað“, sem við kappkostum að að gera í gegnum einstaka bragðupplifun fyrir matgæðinga sem og spennandi valkosti og nýjungar.

Share by: